Jafngildishljóðstig við Þeistareyki aldrei yfir viðmiðunarmörkum fyrir iðnaðarsvæði á árinu 2022

27.12.2023

Jafngildishljóðstig við Þeistareyki aldrei yfir viðmiðunarmörkum fyrir iðnaðarsvæði á árinu 2022

Mælingar á jafngildishljóðstigi við Þeistareykjavirkjun hafa verið gerðar frá árinu 2014 með föstum síritandi mælum. Þá eru einnig framkvæmdar mælingar fjórum sinni á ári á föstum mælipunktum með handmæli. Jafngildishljóðstig við Þeistareykjavirkjun fór aldrei yfir viðmiðunarmörk fyrir iðnaðarsvæði, 70dB, á árinu 2022. Upplýsingar um jafngildishljóðstig miðaðst við að vindur sé undir 5 m/s. Jafngildishljóðstig var hæst í maímánuði, 58,2dB en á þeim tíma voru 1-3 holur í blæstri skv. því sem kemur fram í  greinargerð um hljóðmælingar fyrir árið 2022. 

Hér að neðan má sjá mynd úr framgreindri greinargerð og staðsetningu bæði síritandi mæla og handmæla. 

 

Sjá nánar í vísi 2.2 um hljóðvist.