Konum fjölgar hlutfallslega í hópi starfsfólks PCC BakkiSilicon

12.03.2024

Konum fjölgar hlutfallslega í hópi starfsfólks PCC BakkiSilicon

Við upphaf árs 2024 starfa 133 starfsmenn hjá PCC BakkiSilicon. Þar af eru 114 karlar og 19 konur. Hlutfall kvenna sem starfar hjá fyrirtækinu eykst á milli áranna 2023 og 2024 úr 9,6% í 14,52% eða um tæplega 5 prósentustig. Konum í hópi starfsfólks PCC hafið fækkað á árunum 2021, 2022 og 2023 og hafði hlutfallið ekki verið lægra áður en það var í upphafi árs 2023. Það er aðeins árin 2019 og 2020 sem hlutfall kvenna hefur verið hærra í hópi starfsfólks PCC BakkiSilicon, en þá voru konur annars vegar 18% starfsfólks og hins vegar 16%. 

Sjá nánar undir vísi 1.3

Mynd við frétt er af vefsíðu PCC BakkiSilicon.