Kynjahlutfall starfsmanna í Kröflustöð og hjá PCC BakkiSilicon

28.02.2020

Kynjahlutfall starfsmanna í Kröflustöð og hjá PCC BakkiSilicon

Kynjahlutfall starfsmanna í Kröflustöð og hjá PCC BakkiSilicon er eitt af því sem áhugavert er að fylgjast með hvernig þróast. Það ásamt kynjahlutföllum í nefndum og sveitarstjórnum á svæðinu eru mælikvarðarnir sem notaðir eru til að fylgjast með jafnrétti kynjanna á vettvangi Gaums.

Enn sem komið er ná tölurnar yfir stutt tímabil og þar af leiðandi ekki tilefni til að draga af þeim ályktanir. Engu að síður er áhugavert að fylgjast með þróuninni þó mælingarnar nái ekki yfir lengra tímabil. Fylgst hefur verið með kynjahlutfalli í Kröflustöð frá árinu 2018 en einnig voru til upplýsingar um stöðuna á árinu 2013. Hjá PCC BakkiSilicon hófst gagnaöflun árið 2019 sem var fyrsta heila starfsár verksmiðjunnar. Á árinu 2013 voru kynjahlutföllin 90% karlar og 10% konur í Kröflustöðu. Á árinu 2018 þegar framkvæmdatími er í raun enn í gangi voru hlutföllin 85% karlar og 15% konur. Nú í upphafi árs eru kynjahlutföllin 88% karlar og 12% konur. Kynjahlutföll hjá PCC BakkiSilicon voru 82% karlar og 18% konur á árinu 2019 en 84% karlar og 16% konur í upphafi árs 2020.