Kynjahlutföll starfsmanna Landsvirkjunar og PPC áþekk og fyrri ár

09.03.2022

Kynjahlutföll starfsmanna Landsvirkjunar og PPC áþekk og fyrri ár

Gaumur fylgist með kynjahlutföllum starfsfólks Landsvirkjunar  við Þeistareykjavirkjun og Kröfluvirkjun, ásamt starfsfólki PCC BakkiSilicon. 

Árið 2013 sem er fyrsta árið sem gögn ná til varðandi hlutfall starfsfólks við virkjanirnar voru karlar um 91% starfsfólks en konur 9%. Við upphaf árs 2022 eru karlar 88,5% starfsfólks en konur 11,5%. Alls starfa 26 manns vð Kröflustöð sem sinnir einnig Þeistareykjavirkjun. Þar af eru karlar 23 og konur 3 en körlum fjölgaði um einn á milli áranna 2021 og 2022. Hér er einungis verið að horfa til fjölda starfsfólks en ekki fjölda stöðugilda. 

Fylgst hefur verið með þróun kynjahlutfalls starfsfólks PCC BakkiSilicon frá því í ársbyrjun 2019. Þá voru hlutföllin þannig að 82% starfsfólks voru karlar en 18% konur. Við upphaf árs 2022 voru karlar orðnir 87,6% en konur 12,3%. Eins og hjá Landsvirkjun er þarna verið að skoða fjölda starfsfólks en ekki stöðugildi eða skiptingu þeirra eftir kynjum.