Leiðir kannaðar til að vinna verðmæti úr jarðhitavökva

02.09.2020

Leiðir kannaðar til að vinna verðmæti úr jarðhitavökva

Landsvirkjun hefur gert samkomulag við fyrirtækið Climeon um að rannsaka möguleikann á að vinna verðmæti úr jarðhitavökva. 

Climeon er sænst fyrirtæki sem framleiðir vélbúnaðar. Með Climeon í verkefninu er nýsjálenska fyrirtækið Geo40, sem hefur verið að þróa leiðir til að ná kísil úr jarðhitavökva. Ætlunin er að rannsaka möguleikann á að nýta glatvarma til að vinna kísil úr jarðhitavökva eða skilavatni hvort tveggja til að kanna hvort verðmæti séu í steinefnum sem eru í vökvanum og til að gera vökvann nýtanlegri, til rafmagnsframleiðslu eða skila aftur ofan í jörðina. Steinefni hafa stíflað holur þegar vökvanum er skilað. Prófanir verða framkvæmdar í Kröfluvirkjun í Mývatnssveit. Verkefnið er á byrjunarstigi og enn er verið að fjármagna það.

Í viðtalið Fréttablaðsins við Bjarna Pálsson, forstöðumann þróunar á jarðhita og vindi hjá Landsvirkjun, kemur fram að þetta sé ekki algjör nýlunda á Íslandi þar sem heilsu- og snyrtivörur séu t.a.m. unnar í Hellisheiðarvirkjun og í í tenglsum við rekstur Bláa lónsins. En að hans sögn er horft til þess að nýta sambærilegar en í meira umfangi og ekki endilega til framleiðslu á vörum heldur fremur til hreinsunar á jarðhitavökvanum.