Losun koldíoxíðígilda frá virkjunum

08.04.2020

Losun koldíoxíðígilda frá virkjunum

Undir lok síðasta árs birtum við upplýsingar um losun koldíoxíðs vegna starfsemi kísilmálmverkssmiðju PCC BakkiSilicon. Losun verksmiðjunnar á árinu 2018 var 50.402 t af koldíoxíði. Upplýsingar fyrir árið 2019 munu liggja fyrir maí. 

Í vikunni höfum við unnið að uppfærslu á gögnum um losun gróðurhúsaloftegunda umreiknað í koldíoxíðígildi vegna starfsemi virkjananna í Bjarnarflagi, Kröflu og Þeistareykjum. Við upphaf vöktunartíma árið 2011 voru samtals losuð 42.527 tonn af koldíoxíðígildum. Á árinu 2019 voru þetta 32.010 t af koldíoxíðígildum. Stærtur hluti losunarinnar er koldíoxíð og lítill hluti er losun metans.  Magn metans er umreiknað í koldíoxíðígildi þar sem 1 kg af metani jafngildir 25 kg af koldíoxíði. Sem dæmi má nefna að starfsemi virkjananna þriggja útheimti losun 13,4 t af metani á árinu 2019 eða 335 t af koldíoxíðígildum, þar af var losun vegna Þeistareykjavirkjunar á metani 2,4 t eða 60 t af koldíoxíðígildum. 

Umtalsverður munur er á losun á milli virkjananna. Hann ræðst af svæðunum sjálfum, jarðfræði þeirra og gerð jarðhitasvæðisins. Mun meira gas er í gufunni við Kröflu en Þeistareyki sem skýrir þá meiri losun gróðurhúsalofttegunda við Kröflu en Þeistareyki. Við Kröfluelda jókst gashluti í gufunni mjög mikið, en síðan hefur dregið úr ár frá ári.