Lýðfræðiupplýsingar

20.03.2020

Lýðfræðiupplýsingar

Í dag gaf Hagstofan út upplýsingar um þróun mannfjölda á Íslandi. Starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga sem heldur utan um Gaum hófst strax handa við að vinna úr þeim gögnum og eru nýjar upplýsingar væntanlegar strax eftir helgina. 

Við fyrstu skoðun má sjá að íbúum á vöktunarsvæði Gaums er að fjölga. Íbúar voru í upphafi árs 2019 4.493 (Norðurþing allt) en í upphafi árs 2020 4538. Karlar á svæðinu eru ívið fleiri en konur, 2419 karlar og 2119 konur eða 53,3% og 46,7% 

Íbúum fjölgar í Norðurþing og Skútustaðahreppi en fækkar í Tjörneshreppi og Þingeyjarsveit. Í Norðurþingi hefur íbúum fjölgað um 73 og eru nú 3115. Í Skútustaðahreppi fjölgar íbúum um 5 (507) og í Svalbarðshreppi um 2 (93). Í Þingeyjarsveit fækkaði íbúum um 32 (862) og í Tjörneshreppi fækkaði um einn (54).