Mannfjöldaþróun, samanburður áranna 2016 og 2021.

13.04.2021

Mannfjöldaþróun, samanburður áranna 2016 og 2021.

Að þessu sinni eru birtir mannfjöldapýramídar fyrir árin 2016 og 2021. Það er einkennandi að karlar eru fleiri en konur. Ef horft er til miðsvæðisins þá eru karlar 53% árið 2021 en konur 47%. Hlutfallið var 51% karlar og 49% konur árið 2016. Á landinu öllu og á Vestursvæðinu voru hlutföllin því sem næst jöfn árið 2016 en á Austursvæðinu voru hlutföllin 53,2% karlar og 46,8% voru konur. Árið 2021 eru karlar orðnir 51,3% íbúa landsins og konur 48,7%. Á Vestursvæðinu voru hlutföllin enn jöfn en á Austursvæðinu hallar orðið enn meir á konur og eru þær nú 45,5% á meðan karlar eru 54,5% íbúa. 

Ef fjölmennustu hóparnir eru skoðaðir þá eru það karlar á aldrinum 25-34 ára, konur á aldrinum 25-29 ára og 55-59 ára á Miðsvæði árið 2021 en voru karlar á aldrinum 50-59 ára og konur á aldrinum 20-24 ára og 50-54 ára árið 2016. Á landinu öllu voru hópar karla og kvenna á á aldrinum 25-34 ára fjölmennastir árið 2021 en 20-29 ára árið 2016. Á Vestursvæði eru 10-14 og 20-24 ára karlar og konur fjölmennustu hóparnir. En voru 5-9 ára og 15-19 ára árið 2016. Á Austursvæðinu hafa mannfjöldapýramídar áranna 2021 og 2016 fremur óreglulega lögun þó greina megi "mitti" í þeim í aldurshópi fólks á barneignaraldri. Ójafnt kynjahlutfall einkennir þá jafnframt sem og lágt hlutfall íbúa í yngstu árgöngunum. 

Þegar aldurshóparnir 0-4 ára og 75-79 ára eru bornir saman þá fækkar í yngri aldurshópnum á öllum svæðunum nema Miðsvæðinu þar sem fjölgar um 20 manns. Í eldri hópnum fjölgar á öllum svæðum á milli áranna 2016 og 2021. Ef horft er til lögunar pýramídanna og samanburðar á aldrushópunum tveimur, 0-4 ára og 75-79 ára fást vísbendingar um skort á vinnuafli og almenna fækkun íbúa í framtíðinni. 

Tafla 1. Mismunu og hlutfall fjölda íbúa í hópunum 0-4 ára og 75-79 ára. 

  Ísland Vestursvæði Miðsvæði Austursvæði
2021 –
0-4 ára
21827 1167 194 51
2021 –
75-79 ára
8702 619 133 46
Mismunur 13125 548 61 5
Hlutfall (Eldri af yngri) 40% 53% 69% 90%
20216–
0-4 ára
21845 1303 174 67
2016 –
75-79 ára
7718 482 115 38
Mismunur 14127 821 59 29
Hlutfall (Eldri af yngri) 35% 37% 66% 57%