Meðaltekjur íbúa á Miðsvæði um 90% af meðaltekjum á landinu öllu

22.12.2023

Meðaltekjur íbúa á Miðsvæði um 90% af meðaltekjum á landinu öllu

Nýverið voru uppfærðar upplýsingar um þróun meðaltekna íbúa á Miðsvæði. Um er að ræða meðaltal launatekna íbúa. Upplýsingarnar ná yfir árin 2011-2022 og eru þær bornar saman við samanburðarsvæði Miðsvæðisins, Austursvæði, Vestursvæði og Ísland í heild sinni. 

Það er afar áhugavert að sjá með hvaða hætti tekjur hafa þróast á Miðsvæði. Við upphaf vöktunartímabilsins, árið 2011, voru meðaltekjur íbúa á Miðsvæði 2.563.000 kr. Þá voru meðaltekjur á landinu öllu 3.042.000 kr.  Meðaltekjur á Vestursvæðinu voru örlítið hærri eða 2.582.000 kr. og á Austursvæði voru þær 3.043.000 kr. Á árinu 2022 voru meðaltekjur á Miðsvæði 5.250.000 kr. en 5.840.000 kr. á landinu öllu. Á Vestursvæði voru meðaltekjur 4.848.000 kr. á árinu 2022 og 5.336.000 kr. á Austursvæði. 

Ólíkt ferlum meðtaltekna á Austur- og Vestursvæði þá fylgir ferill meðaltekna á Miðsvæði því sem næst þróuninni á landinu öllu, þ.e. lögun línananna er samskonar. Sjá má lækkun á tekjum á milli áranna 2019 og 2020 á Miðsvæði líkt og á landinu öllu og að þær taka að hækka á ný árinu 2021 bæði á Miðsvæði og landinu öllu. Hvort tveggja á Austursvæði og Vestursvæði hækka meðaltekjur á milli áranna 2019 og 2020, en lækka ekki eins og á landinu öllu og á Miðsvæði.

Við upphaf vöktunartímans árið 2011 námu meðaltekjur íbúa á Miðsvæði um 84% af meðaltekjum á landinu öllu en á árinu 2022 námu meðaltekjur á Miðsvæði nema tæplega 90% af meðaltekjum á landinu öllu. Tekjur á Miðsvæði hafa því aukist meira en á landinu öllu þó enn séu þær um 10% lægri.