Norðurþing undirritar viljayfirlýsingu við Carbon Iceland um uppbyggingu lofthreinsivers

04.11.2020

Norðurþing undirritar viljayfirlýsingu við Carbon Iceland um uppbyggingu lofthreinsivers

Sveitarfélagið Norðurþing og fyrirtækið Carbon Iceland hafa undirritað viljayfirlýsingu vegna áforma fyrirtækisins um að reisa lofthreinsver á Bakka. 

Verði af áformum Carbon Iceland verður koltvísýringur hreinsaður úr andrúmsloftinu. Þannig verði framleitt eldsneyti og afurðir til matvælaframleiðslu. Áætlað er að verkefnið kosti 140 milljarða og skapi 300-500 störf. Áætlað er að hægt verði að binda eina milljón tonna af koltvísýringi úr andrúmslofti. Framkvæmdir gætu ef allt gengur eftir hafist árið 2023 og framleiðsla 2025. 

Með yfirlýsingunni lýsir Norðurþing vilja til þess að heimila fyrirtækinu að framkvæma áreiðanleikakönnun á að staðsetja verkefnið innan iðnaðarsvæðisins á Bakka, að því gefnu að verkefnið eins og því hefur verið lýst, sé í samræmi við og falli að markmiðum sveitarfélagsins um nýtingu grænnar orku og þróun vistvæns iðngarðs á Bakka.