Nýr samstarfssamningur um EIM

17.08.2020

Nýr samstarfssamningur um EIM

Nýsköpunarverkefið Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkuveitu Húsavíkur, Norðurorku og SSNE. Í sumar var undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf á vettvangi EIMS en verkefnið hófst formlega árið 2017. Nýr samningur gildir til ársins 2023 með möguleika á framlengingu.

Tilgangur verkefnisins er að bæta nýtingu orkuauðlinda og auka nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi. Meginmarkmið verkefnisins eru að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Norðausturlandi og auka verðmætasköpun með áherslu á sjálfbærni, grænar lausnir, nýsköpun og hátækni. á svæðinu. 

Á þeim þremur árum sem Eimur hefur starfað hefur það staðið fyrir kortlagningu auðlinda á Norðausturlandi, alþjóðlegum sumarskóla í hönnun og sjálfbærni í Kröflu og hugmyndasamkeppni.

Nýverið voru Sesselja Ingibjörg Barðdal og Ottó ELíasson ráðin til Eims. Sesselja er framkvæmdastjóri Eims en Ottó er ráðinn rannsókna- og þróunarstjóri.