Örorkulífeyrisþegar á Miðsvæði

15.09.2022

Örorkulífeyrisþegar á Miðsvæði

Nýverið var vísir 1.5 Heilsa og ´félagslega staða uppfærður hvað varðar gögn um örorkulífeyrisþega á Miðsvæði. 

Hlutfall örorkulífeyrisþega á Miðsvæði hefur verið lægra en á landinu öllu frá árinu 2016. Fram að því var hlutfall örorkulífeyrisþegar hærra á Miðsvæði en á landinu öllu. Á árinu 2021 var hlutfall örorkulífeyrisþegar 8,0  á landinu öllu en 6,45 á Miðsvæði. 

Þegar aldursdreifing er skoðuð þá hefur hlutfall 18-49 ára örorkulífeyrisþega farið lækkandi á vökktunartímanum. Hlutfallið var 43,1% en er nú 30,7%. Hlutfall 50-66 ára hefur á sama tíma hækkað og farið úr 56,9% í 69,3%. 

Á vöktunartímanum hafa konur verið hlutfallslega fleiri í hópi öryrkja. Hæst var hlutfallið 62,57% árið 2015 en lægst árið 2021 57.06%. Hlutfall karla var lægst árið 2015 37,43% og hæst árið 2021 42.94%.