Samkeppni um hönnun listaverks að Þeistareykjum

24.05.2018

Samkeppni um hönnun listaverks að Þeistareykjum

Í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands er óskað eftir tillögum að hönnuðu verki eða listaverki sem sett verður upp í nágrenni Þeistareykjastöðvar.

Hugmyndasemkeppnin verður í tveimur hlutum. 

Í fyrri hluta samkeppninnar velur dómnefnd úr innsendum tillögum, þrjár til fimm tillögur, inn í seinni hluta samkeppninnar. Ekki er greitt fyrir þátttöku í fyrri hluta samkeppninnar. Sjá nánari upplýsingar í samkeppnislýsingu. 

Verkefnið felst í því að gera tillögu að verki sem sett verður upp í nágrenni Þeistareykjastöðvar. Verkið þarf að falla vel að umhverfinu og má tengjast náttúru og sögu staðarins. Kostur er að verkið undirstriki sérstöðu svæðisins, auki á upplifun og hvetji til þátttöku þeirra sem þar eiga leið um. Skilyrði er að hægt sé að útfæra tillöguna í fullri stærð og að hún taki tillit til endingar og viðhalds.

Tillögum í fyrri hluta keppninnar skal skila fyrir kl. 16 þann 1. júní 2018.

Frekari upplýsingar er að finna á vef Landsvirkjunar