Skútustaðahreppur fær verðlaun fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

12.06.2018

Skútustaðahreppur fær verðlaun fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu voru fyrst veitt á árinu 2011. Að verðlaununum standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga. Verðlaunin hafa ekki verið veitt frá árinu 2015 þar til nú þar sem þau voru endurvakin eftir nokkurra ára hlé. Endurvakning viðurkenningarinnar er í góðu samræmi við áherslu ríkisstjórnarinnar í sáttmála sínum um að hvetja til nýsköpunar á sviði opinberrar þjónustu og stjórnsýslu, velferðarþjónustu og verkefna í þágu loftslagsmarkmiða

Alls voru 33 verkefni tilnefnd til verðlaunanna. Skútustaðahreppur hlaut verðlaun fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu fyrir nýja lausn í fráveitumálum. Er þetta mikil viðurkenning fyrir sveitarfélagið og alla þá aðila sem stóðu að verkefninu. Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri veitti verðlaununum móttöku úr hendi Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd sveitarfélagsins. 

Fern önnur verkefni fengu viðurkenningar. ALFA, stafræn lausn á lyfjaumsjónarkerfi, er samvinnuverkefni Öldrunarheimila Akureyrar, Akureyrarkaupstaðar, Lyfjavers ehf. og Þulu – Norræns hugvits. Ísafjarðarbær fékk viðurkenningu fyrir „Blábankinn, samfélagsmiðstöð á Þingeyri“,  Kópavogsbær fyrir „Social Progress Portrait" Mælikvarði á félagslegar framfarir í Kópavogi og MÆLKÓ“, Skútustaðahreppur fyrir „Umbótaáætlun í fráveitumálum í Mývatnssveit“ og Vatnajökulsþjóðgarður fyrir „Sjálfvirk innheimta og aðgangsstýring“;.