Störfum við löggæslu á Miðsvæði fækkar um eitt á milli ára.

16.02.2024

Störfum við löggæslu á Miðsvæði fækkar um eitt á milli ára.

Fjöldi starfa við löggæslu á Miðsvæði fækkar um eitt á milli áranna 2023 og 2024, úr 11 í 10. Í vísi 1.4 er fylgst með þróun starfa við löggæslu á Akureyri, Húsavík og Þórshöfn. Við upphaf vöktunar voru sex störf við löggæslu á Miðsvæði en í upphafi árs 2024 eru þau tíu eða fjórum fleiri en árið 2016.

Störfum við löggæslu á Þórshöfn hefur fækkað um eitt frá árinu 2016, úr tveimur í eitt. Stöfum fjölgaði á milli 2022 og 2023 um eitt en fækkaði aftur úr tveimur í eitt á milli áranna 2023 og 2024.

Á Akureyri hefu störfum fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2017. Árin 2016 og 2017 voru störfin 28 talsins. Við upphaf árs eru störf við löggæslu orðin 51 talsins á Akureyri. 

Heildafjöldi starfa við löggæslu við upphaf vöktunartíma Gaums á Miðsvæði og samanburðarsvæðunum í austri og vestri voru 36 talsins. Við upphaf árs eru störfin orðin 62 og hefur því fjölgað um 26 störf eða um 72%. Störfum á Vestursvæði (Akureyri) hefur fjölgað hlutfallslega mest eða um 82% og á Miðsvæði hefur þeim fjölgað um 67%.