Stýrihópsfundur Gaums

24.04.2024

Stýrihópsfundur Gaums

Þann 22. apríl síðastliðinn kom stýrihópur Gaums saman hjá PCC BakkiSilicon á Bakka. Stýrihópurinn fundar tvisvar á ári þar sem áætlanir verkefnisins og framvinda þeirra eru kynntar ásamt því að farið er yfir vísa verkefnisins og breytingar sem á þeim verða. 

Að þessu sinni var auk hefðbundinnar dagskrár boðið upp á kynnisferð um athafnsvæði PCC BakkiSilicon þar sem farið var í gegnum framleiðsluferli fyrirtækisins frá því að aðföngum er skipað upp á hafnarsvæðinu á Húsavík til þess að vörum fyrirtækisins er skipað um borð í flutningaskip á leið til kaupenda. Þá fékk hópurinn kynningu á áherslum í starfseminni sem meðal annars snúa að því að jafna kynjahlutföll starfsfólks sem er einmitt meðal mælikvarða sem fylgst er með á vettvangi Gaums í vísi 1.3 um jafnrétti kynjanna.

Þá kynnti Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri Grænna iðngarða á Bakka, þa´ vinnu sem staðið hefur yfir við þróun iðngarðanna sem snýr meðal annars að því að kortleggja strauma og greina hvaða starfsemi er raunhæft og fýslilegt að laða að iðngörðum á Bakka. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, fór yfir þau verkefni sem snúa að Bakka og eru á borði sveitarfélagins, til að mynda stofnun þróunarfélagsins Árbakka. 

 

 

Á myndinni eru frá vinstri: Ólafur Arnar Jónsson, Landsvirkjun, Hjalti Jóhannesson, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, Þekkingarnet Þingeyinga, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Þekkingarnet Þingeyinga, Hildur Vésteinsdóttir, Landsvirkjun, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Þingeyjarsveit, Engilráð Ósk Einarsdóttir, Landsnet, Gestur Pétursson, PCC BakkiSilicon, Andri Dan Traustason, PCC BakkiSilicon og Marella Steinsdóttir, PCC BakkiSilicon.