Svínarækt hefur lagst af á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins

06.08.2019

Svínarækt hefur lagst af á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins

Á þeim tíma sem vöktun á vegum Sjálfbærniverkefnisins hefur farið fram hafa svín verið upp undir 200 talsins og 1-2 bú hafa ræktað svín. Nú ber svo við að svínarækt hefur lagst af á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins. Búin voru staðsett í Þingeyjarsveit en annars staðar á vöktunarsvæðinu hafa ekki verið ræktuð svín frá árinu 2011-2018. Þróunin varðandi önnur bú með búfénað er með líkum hætti þó ekki séu þau að leggjast af um þessar mundir. Ef tölur yfir nautabú eru skoðaðar þá voru þau flest 74 árið 2012 en eru nú 60 talsins. Sauðfjárbú voru flest 234 árið 2012 en eru nú 174 og hefur því fækkað um 25%. Hrossabú voru flest árið 2016, alls 105, en fæst eru þau árið 2018 85 talsins. Loðdýrabú hafa verið fá á vöktunartímanum. Lengi vel voru engin loðdýrabú á vöktunarsvæðinu en nú er eitt bú starfandi. Alifuglabúum hefur fækkað eins og öðrum búum. Flest voru þau 32 árið 2011 en fæst voru þau árið 2018, 17 talsins.