Þróun landbúnaðar á vöktunarsvæði Gaums

03.11.2023

Þróun landbúnaðar á vöktunarsvæði Gaums

Þróun landbúnaðar er vaktaður á vettvangi Gaums í vísi 3.2. Fylgst með fjölda búa eftir tegundum, alifuglabú, loðdýrabú, svínabú hrossabú, fjárbú og nautgripabú ásamt fjölda gripa eftir sömu tegundum. 

Alifuglabúum hefur fækkað á vöktunartíma úr 32 í 14 og fækkaði um 5 á milli áranna 2021 og 2022. Alifuglar voru flestir árið 2017, 579 talsins, en fæstir árið 2022, 272. Þeim fækkaði úr 408 í 272 á milli áranna 2021 og 2022. Loðdýrabú voru engin á upphafstíma vöktunar Gaums en frá árinu 2015 hafa verið 1-2 bú á vöktunarsvæði Gaums. Árið 2021 var eitt loðdýrabú starfandi og fjöldi loðdýra 3 en þau hafa flest verið 29 árið 2015. Loðdýr eru kanínur, minkar og refir og á vöktunarsvæðinusvæðinu er um kanínubú að ræða. Aðeins hafa verið rekin 1-2 svínabú á vöktunartíma Gaums. Árið 2022 voru búin tvö. Fjöldi svína var framan af rétt undir 200 svín. Árið 2018 var ekkert svínabú í rekstri og engin svín þar af leiðandi, en frá árinu 2019 hefur svínum farið fjölgandi, úr 740 í 797 árið 2022. Búin voru tvo árið 2022. Fjöldi Hrossabúa er nokkuð stöðugur á vöktunartíma Gaums í kringum 100. Árin 2017, 2018, 2020 og 2021 eru þó aðeins undantekning þar sem bú voru á milli 80 og 90 árin 2017 og 2018 og á milli 110 og 120 árinu 2020 og 2021. Fjöldi hesta var mestur árið 2016, alls 1448, og minnstur árið 2019, alls 812. Árið 2022 voru 1067 hestar á 102 búum. Nautgripabúum hefur farið fækkandi á vöktunartímanum en standa í stað á milli áranna 2021 og 2022 og eru 59 talsins. Nautgripir hafa aldrei verið færri og eru nú 4.185. Þrátt fyrir að búin hafi aldrei verið færri árin 2020-2022 þá hafa nautgripir aldrei verið fleiri en árið 2020 þegar þeir voru 4.861 talsins. Fjárbú voru flest árið 2012, 234 talsins, en síðan þá hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru á árinu 2022 orðin 166. Fækkunin nemur um 29% á tímabilinu. Á sama tíma hefur sauðfé fækkað úr 42.390 í 31.787 eða um 25%.