Verða breytingar innan vöktunarsvæðis Gaums?

04.06.2021

Verða breytingar innan vöktunarsvæðis Gaums?

Á morgun laugardaginn 5. júní munu íbúar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit ganga til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. 

Verði sameiningu hafnað mun það ekki hafa nein áhrif á birtingu gagna á vettvangi Gaums en verði sameiningin samþykkt hefur það í för með sér örlitlar breytingar á birtingu gagna og frumgagna þegar við hefjum birtingu á gögnum fyrir nýtt sveitarfélag þegar sameining hefur að fullu gengið í gegn. Það gerist í kjölfar sveitarstjórnarkosninga sem verða í maí á næsta ári. Verði af sameiningunni mun sveitarfélagið verða eitt það stærsta á landinu að flatarmáli og ná yfir um 11% landsins. 

Til gamans tókum við saman nokkrar upplýsingar úr nokkrum vísum/frumgögnum til að varpa ljósi á hvernig nýtt sveitafélag gæti litið út á vettvangi Gaums. 

Íbúafjöldi 2021

Samtals: 1.323

Karlar: 693

Konur: 630

0-18 ára: 247

Þar af 61 barn á leikskólaaldri, 148 á grunnskólaaldri og 28 á framhaldsskólaaldri.

Alls eru 214 íbúar eldri en 67 ára. Elsti íbúinn er 96 ára karlmaður.

 

Eignir sveitarfélagsins 2020

Eignir sveitarfélagsins eru 
1.994.599.000 kr. eða 1.507.633 kr. pr íbúa.

Skuldir sveitarfélagsins 2020

1.070.900.000 kr. eða 809.448 kr. pr. íbúa.

Skuldahlutfall 2020

58,4%

Tekjur sveitarfélagsins

1.834.361.000 kr. eða 1.386.516 kr. pr. íbúa.

Heildarmat fasteigna:

41.886.967.000 kr. 

 

Ferðaþjónusta 2019

Fjöldi gistinátta: 205.556

Að meðaltali voru 720 rúm í boði og 290 herbergi. 

Mest buðu 31 staðir upp á gistingu en fæstir voru þeir 14. Flestir staðirnir höfðu opið í júlí og ágúst en fæstir í desember.

 

Landbúnaður 2020

Fjöldi búa eftir tegundum:

Sauðfé - 116

Svín - 1

Naut - 52

Geitur - 4

Alifuglar - 9

Kanínur - 2

Hross - 66

 

Fjöldi búfénaðar

Sauðfé - 19539

Svín - 793

Naut - 4267

Geitur - 57

Alifuglar - 264

Kanínur - 13

Hross - 470

 

 Myndin sem fylgir fréttinni er af vefnum Þingeyingur.