Verk í náttúru Þeistareykja

10.10.2018

Verk í náttúru Þeistareykja

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri 

 

Landsvirkjun stóð fyrir hugmyndasamkeppninni í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands, en auglýst var eftir tillögu að hönnuðu verki, eða listaverki, sem staðsett yrði í náttúru Þeistareykja. Markmið keppninnar var að fá fram tillögu að verki sem gæti aukið á upplifun þeirra sem leið eiga um svæðið.

Við mat á tillögum var horft til þess að  hugmyndin væri áhugaverð, frumleg og metnaðarfull.  Einnig að tillagan félli að umhverfi Þeistareykja og hefði skírskotun til náttúru, sögu og/eða einkenna svæðisins og tæki tillit til umhverfis- og vistfræðiþátta.  Þá þurfti í tillögunni að felast ráðdeild þannig  að raunhæft væri og framkvæmanlegt að útfæra hana í fullri stærð.

Jón Grétar Ólafsson arkitekt hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um tillögu að hönnuðu verki, eða listaverki, í nágrenni við jarðvarmastöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum. Tillaga hans ber heitið Römmuð sýn. Niðurstöður voru kynntar í gær, 9. október, í Hönnunarsafni Íslands. 

 

 

 

 

 

 

 

Við sama tilefni var opnuð sýning á þeim fjórum tillögum sem fóru áfram í síðari hluta keppninnar en hún verður opin almenningi dagana 10.-14. október og verður aðgangur ókeypis.

Sú hefð innan Landsvirkjunar, að gerð séu listaverk í tengslum við byggingu helstu mannvirkja á vegum fyrirtækisins, á rætur að rekja til stofnunar þess og byggingar Búrfellsstöðvar á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Ólíkar leiðir hafa verið farnar í því að fá listamenn til samstarfs um myndskreytingu eða gerð útilistaverks; ýmist hefur verið haft samband við tiltekinn listamann, efnt til opinnar samkeppni eða lokaðrar verksamkeppni.

Sýning á tillögunum verður sett upp í Safnahúsinu á Húsavík og mun standa yfir dagana 27. október til 31. desember 2018. Hún verður öllum opin og aðgangur ókeypis.