Breytingasaga

Breytingasaga

Breytist forsendur geta vísar verkefnisins tekið breytingum. Hér verður haldið utan um sögu breytinga þannig að þær verði rekjanlegar.

Breytingasaga

Á þeim tíma sem þróun vísanna hefur farið fram hafa þeir tekið stöðugum breytingum. Leitast hefur verið við að gera vísana auðskiljanalega, mælanlega, einfalda og horft til þess að gögn vegna þeirra séu aðgengileg eða muni verða aðgengileg. Ljóst er að þeir muni þó í framtíðinni geta tekið breytingum og er þá hvort tveggja átt við að orðalag þeirra geti breyst en einnig að þeir geti fallið út og nýir vísar komið í þeirra stað.

Unnið hefur verið að því að fjölga eigendum verkefnisins og því er gert ráð fyrir að nýir eigendur geti haft áhrif á framsetningu vísa og að nýir vísar bætist við með tilkomu nýrra eigenda.

Við þróun vísanna hefur verið unnið að því að takmarka líkur á að gera þurfi miklar breytingar á vísunum eftir að mælingar hefjast. Það hefur verið gert meðal annars með því að horfa til þess að gögn vegna vísanna séu aðgengileg hjá opinberum aðilum og samfella sé í gagnasöfnun þeirra, horft hefur verið til starfsleyfa, mats á umhverfisáhrifum og til alþjóðlegra vísa og markmiða um sjálfbærni.

Komi til þess að breyta þurfi vísum hefur verið sett fram ferli sem lýsir því hvernig breytingar á vísum fara fram. Ferlið er skýrt og einfalt, stýrihópur verkefnisins getur að eigin frumkvæði eða frumkvæði verkefnisstjóra lagt fram tillögu við eiganda verkefnisins um breytingar og liggur ákvörðunin hjá eiganda verkefnisins.

Hér verður haldið utan um þær breytingar sem gerðar verða og birt yfirlit yfir breytingarnar ásamt skýringum á þeim.