Aðfluttir hlutfallslega fleiri en brottfluttir á öllum samanburðarsvæðum Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi

11.09.2018

Aðfluttir hlutfallslega fleiri en brottfluttir á öllum samanburðarsvæðum Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi

Ný gögn um aðflutta og brottflutta á megin vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi og samanburðarsvæðum þess sýna afar áhugaverðar niðurstöður. Í þeim má sjá samanburð á megin vöktunarsvæði  Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi hefur verið skilgreint frá Vaðlaheiði í vestri til og með Tjörnesi í austri við svokölluð austur- og vestursvæði. Austan og vestan við megin vöktunarsvæðið, sem við kallað er miðsvæði liggja svæði sem einnig geta orðið fyrir áhrifum af rekstri Þeistareykjavirkjunar, framleiðslustarfsemi á Bakka og ferðaþjónustu. Þau svæði eru kölluð vestursvæði og austursvæði. Vestursvæðinu tilheyra Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Austursvæðinu tilheyra Norðurþing frá Tjörnesi, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð. Þá er miðsvæðið oft einnig borið saman við landið allt.
Gögn verkefnisins ná aftur til ársins 2011. Það ár má sjá að brottfluttir voru hlutfallslega fleiri á miðsvæði og öllum samanburðarsvæðunum sem verkefnið nær til. Árið 2013 eru aðfluttir í orðnir hlutfallslega fleiri á landinu öllu en staðan óbreytt á hinum samanburðarsvæðunum. Strax árið 2014 verða aðfluttir fleiri en brottfluttir á miðsvæðinu en ekki fyrr en árið 2016 á vestursvæðinu. Austursvæðið er í fyrsta skipti með fleiri aðflutta en brottflutta árið 2017 og er það jafnfram fyrsta árið þar sem aðfluttir eru hlutfallslega fleiri en brottfluttir á öllum svæðunum sem borin eru saman í verkefninu. Vert er þó að taka fram að framangreindir áhrifaþættir (rekstur Þeistareykjavirkjunar, framleiðslustarfsemi á Bakka og ferðaþjónusta) eru einungis hluti af því sem getur haft áhrif á flutning fólks til og frá svæðum. 

Í vísi 1.1 h. má rýna betur í tölurnar ásamt því að skoða þau gögn sem liggja að baki útreikningum.