Afbrotum fjölgar á miðsvæði

15.10.2020

Afbrotum fjölgar á miðsvæði

Við höfum nú lokið uppfærslu á fjölda afbrota á miðsvæði. í ljós kemur fjöldi afbrota miðað við 10.000 íbúa rúmlega tvöfaldast á milli áranna 2018 og 2019. Fjöldi brota á árinu 2018 var 1001 og á árinu 2019 eru brotin 2090. Á sama tíma fækkar brotum á milli ára á landinu öllu, fara úr 2733 í 2578 sem er tæplega 6% fækkun á milli ára. Fjöldi brota á landinu öllu á árinu 2019 er áþekkur og árin 2016 og 2017. Fjöldi brota á Miðsvæði hefur ekki verið jafn mikill á vöktunartíma Gaums, en flest hafa brotin áður verið 1360 miðað við 10.000 íbúa. 

Verkefnastjóri Gaums leitað skýringa hjá Ríkislögreglustjóra sem heldur utan um upplýsingar um afbrot sem og Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra voru sektir vegna umferðarlagabrota hækkaðar þann 1. maí 2018. Í kjölfar hækkunar á sektargreiðslum fjölgaði umferðalagabrotum í flestum embættum en í öðrum kom fjölgunin ekki fram fyrr en árið 2019. Hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra fengust þær upplýsingar að embættið hefði fengið aukið fjármagn til umferðaeftirlits og því hefði verið um skipulegra eftirlit að ræða hluta ársins 2019 en öllu jöfn er viðhaft og það skýrir því að stærstum hluta þá miklu fjölgun sem er á afbrotum á Miðsvæði.