Bílum fjölgar og hlutfall tengiltvinnbifreiða hækkar

30.05.2022

Bílum fjölgar og hlutfall tengiltvinnbifreiða hækkar

Vísir 2.7 fjallar um meðferð úrgangs og förgun, meðferð skólps og svæðisbundna stöðu bílaflota. Við uppfærslu á svæðisbundinni stöðu bílaflota sem átti sér stað í nýliðinni viku kom í ljós að bifreiðum á miðsvæði fjölgaði á milli ára, úr 4021 í 4156. 

Útblástursgildi bifreiða á svæðinu hefur farið lækkandi frá því fyrst var farið að fylgjast með því árið 2017. Í Norðurþingi hefur meðalútblásturgildi lækkað úr 199 g/km í 185,1 g/km, í Þingeyjarsveit úr 201 g/km í 196 g/km, í Skútustaðahreppi úr 202 g/km í 192g/km og í Tjörneshreppi úr 208 g/km í 193,3 g/km. Þróunin er áþekk því sem er á landinu öllu þó hún meðalútblástursgildi sé mun lægra á landsvísu en á Miðsvæði. 

Eyðslugildi, eða lítrar 100 km akstur í blönduðum akstri (langkeyrsla og innanbæjarakstur), hefur lækkað úr 8,92 l/100 km í 7,58 l/100 km á vöktunarsvæði Gaums. Í Norðurþingi er eyðslugildi 7,26 l/100 km, í ÞIngeyjarsveit 7,67, í Skútustaðahreppi 7,6 og í Tjörneshreppi 7,8. 

Þegar orkugjafi er skoðaður þá má sjá að orkugjafar bifreiða á Miðsvæði er að breytast, sem dæmi má nefna að 55,7% bifreiða gengu fyrir bensíni árið 2017 til samanburðar við 46,3% á árinu 2022, 0,2% gengu fyrir rafmagni 2017 en 1% 2022. 0,5% voru tengiltvinnbílar 2017 en 2,94% árið 2022. Þróunin er áþekk því sem á sér stað á landsvísu þó hlutfall bensín og díselbifreiða sé en umtalsvert hærra á Miðsvæði en á landinu öllu. 

Til gamans þ´a höfum við fylgst með meðalaldri bifreiða á Miðsvæði, bæði svæðinu í heild og hverju sveitarfélagi fyrir sig. Meðalaldur bifreiða í Norðurþingi hefur verið lægstur á vöktunartímanum og munað frá 1 ári og upp í 6 á meðalaldri bifreiða í Norðurþingi og hinum sveitarfélögunum. Á árunum fram til 2020 var meðalaldur áþekkur á milli ára í Norðurþingi, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi sem benti til þess að einhver endurnýjun ætti sér stað á bílaflota íbúa. Það sást einnig í því að fleiri bifreiðar voru skráðar með eyðslu- og útblástursgildi.  Frá árinu 2020 virðist hafa hægst á endurnýjun bifreiða íbúa á Miðsvæði því meðalaldur bifreiðann hefur ekki verið hærri á vöktunartímabilinu en við upphaf árs 2022. Meðalaldur bifreiða í Norðurþingi hefur hækkað um 3 ár , hækkunin nemur 5 árum í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi og 4 árum í Tjörneshreppi. 

Hér fyrir neðan má sjá töflu sem lýsir meðalaldri bifreiða á vöktunarsvæðinu og í hverju sveitarfélagi fyrir sig innan svæðisins. Einnig má sjá mynd sem lýsir þróuninni.