Breyting á birtingu gagna

13.01.2023

Breyting á birtingu gagna

Við sveitatjórnarkosningar síðasta vor urðu þær breytingar að Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sameinuðust. Nýja sveitarfélagið fékk nafnið ÞIngeyjarsveit.  Á vef Gaums eru í sumum tilfellum birt gögn sem eru greind niður á sveitarfélögin á Miðsvæði sem er megin vöktunarsvæði Gaums. Hingað til hafa verið birt gögn frá Norðurþingi, Skútustaðahreppi, Tjörneshreppi og Þingeyjarsveit. Á þessu a´ri verður sú breyting að ekki verða birtar sérstaklega upplýsingar fyrir þann hluta Þingeyjarsveitar sem tilheyrðu Skútustaðahreppi heldur birt gögn fyrir sveitarfélagið nýja í einu lagi undir sínu nafni. Þetta sjáum við til að mynda nú þegar í gögn fyrir svæðisbundna stöðu bílaflota undir vísi 2.7.  Þar voru áður birt gögn um t.d. eyðslugildi (l/km í blönduðum akstri), hvar eyðslugildi bifreiða í Skútustaðahreppi er sýnt fyrir árinu 2017-2022 en frá og með árinu 2023 falla gögnin saman við gögn Þingeyjarsveitar. Á árinu eigum við eftir að sjá sömu þróun í öðrum vísum eftir því sem gögn um þá berast og eru birt.