Breytingar á skuldahlutfalli sveitarfélaga á vöktunarsvæði Gaums.

16.10.2020

Breytingar á skuldahlutfalli sveitarfélaga á vöktunarsvæði Gaums.

Árbók sveitarfélaga hefur nú verið birt á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við úrvinnslu á þeim gögnum sem þar eru birt og notuð við birtingu á upplýsingum um eignir, skuldir og skuldahlutfall sveitarfélaga á miðsvæði kemur í ljós að skuldahlutfall sveitarfélaganna á vöktunarsvæði Gaums lækkar áfram eins og síðustu ár ef frá er talinn Skútustaðahreppur. 

Skuldahlutfall sveitarfélaga er hlutfall skulda með skuldbindingum af tekjum. Hjá Gaumi er fylgst með skuldahlutfalli A og B hluta sveitarfélaganna, sem er þá hvort tveggja rekstur sveitarfélagins sjálfs og  fyrirtækja í eigu þess. Í sveitarstjórnarlögum segir í 64. gr. að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta megi ekki vera hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum.

Skuldahlutfall Norðurþings lækkar um 3 prósentustig úr 148% í 145%. Lækkunin nemur  6,1 prósentustigi hjá Tjörneshreppi. Bæði í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit hækkar skuldahlutfallið. Hækkunin nemur 12 prósentustigum í Skútustaðahreppi þar sem hlutfallið fer úr 37,2% í 49,2% en 0,9 prósentustigum í Þingeyjarsveit þar sem hlutfallið hækkar úr 48,3% í 49,2%.

Í sveitarstjórnarlögum segir í 64. gr. að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta megi ekki vera hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum. Sveitarfélögin á miðsvæði eru öll undir því viðmiði og hafa verið það árin 2018 og 2019 en fram að því var skuldahlutfall Norðurþings hærra.