Breytt nýting á landi

08.06.2020

Breytt nýting á landi

Nú hafa verið birtar upplýsingar um breytta nýtingu á landi á milli áranna 2012 og 2018. 

Upplýsingar um nýtingu lands eru fengnar frá Landmælingum Íslands úr CORINE flokkunarkerfinu. 

Á miðsvæði eru 24 flokkar talsins, allt frá hafi, jöklum og fönnum til flugvalla, iðnaðar og verslunarsvæði og gisinnar byggðar. Ýmsar breytingar má finna þegar borin eru saman gögn frá árinu 2012 og 2018. Til að mynda hefur iðnaðarog verslunarsvæði stækkað um 0,7 km2,  tún og bithagar hafa aukist um 0,9 km2,  straumvötn minnkað um 23,9 km2 og graslendi aukist um 17,5 km2.  Yfirlit yfir breytingarnar má skoða betur í töflu undir vísi 2.3

Nokkrar breytingar vekja sérstaka athygli. Þar má til að mynda nefna breytingu á straumvötnum sem minnka að flatarmáli um 33,6%. Skýringuna er m.a. að finna í eldgosi í Holuhrauni þar sem straumvötn hafa lent undir hrauni. Á móti eykst flatarmál ógróins hrauns og urða, þó hlutfallsleg breyting þar sé umtalsvert minni en stærð í ferkílómetrum telur 25,1 km2

Þá eru breytingar á barrskógum sem skýrast sem ná yfir 2,5 km2 stærra svæði á árinu 2018 en 2012. Í því tilfelli eru tré sem plantað hefur verið víða á svæðinu nú líklega komin yfir 2 m að hæð og teljast því til barrskóga flokkuninni frá árinu 2018. 

Laufskógar sem skilgreindir eru á svæðinu minnka um 1 km2.  Skýringin á þessari breytingu er að aðferðir við kortlagningu hafa verið betrumbættar.  Það sem áður var greint sem birkiskógur er nú aðgreint í annars vegar birkiskóga (trjáhæð yfir 2 m) eða birkikjarr (trjáhæð undir 2 m).