Eignir og skuldir aukast hjá sveitarfélögum á miðsvæði

19.10.2020

Eignir og skuldir aukast hjá sveitarfélögum á miðsvæði

Við sögðum frá breytingum á skuldahlutfalli sveitarfélaganna á vöktunarsvæði Gaums þann 16. október síðastliðinn. Samhliða uppfærslu á gögnum um skuldahlutfall voru upplýsingar um skuldir og eignir á íbúa birtar eftir sveitarfélögum á vöktunarsvæðinu. 

Í öllum tilfellum er virði eigna sveitarfélaganna að hækka. Mest er hækkunin á hvern íbúa í Tjörneshreppi en þar nemur hækkun á milli áranna 2018 og 2019 alls 302.420 kr. á íbúa. Minnst er hækkunin í Norðurþing þar sem eignir á hvern íbúa hækka um 67.267 kr, því næst í Þingeyjarsveit þar sem eignir á íbúa eru 69.663 og í Skútustaðahreppi jókst virði eigna á íbúa um 234.509 kr. Virði eigna er mest í Norðurþingi 3.037.081 kr. á íbúa en minnst í Þingeyjarsveit 1.057.246 kr. á íbúa. 

Skuldir jukust hjá þremur af fjórum sveitarfélögum á Miðsvæði. Mest er aukning skulda í Þingeyjarsveit þar sem skuldir jukust um 194.101 kr. á íbúa á milli áranna 2018 og 2019. Norðurþing skuldar 2.309.645 kr. á hvern íbúa. Skuldir lækkuðu á hvern íbúa í Tjörneshreppi um 40.996 kr. og nema skuldir þar nú aðeins 36.582 kr. á íbúa.