Ekkert farþegaskip kom til Húsavíkur sumarið 2020

01.03.2021

Ekkert farþegaskip kom til Húsavíkur sumarið 2020

Á vettvangi Gaums er fylgst með samgöngum á landi, lofti og sjó. Í liðinni viku voru uppfærð gögn varðandi skipakomu til Húsvíkurhafnar.

Eftir nokkur ár þar sem skipakomum fjölgaði stöðugt, hvort tveggja farþegaskipum og flutningaskipum hefur skipakomum fækkað síðastliðin tvö ár. Árið 2020 komu 42 flutningaskip til Húsavíkur, ekkert skemmtiferðaskip. Það er umtalsverð fækkun frá árinu áður þegar 65 flutningaskip komu til Húsavíkur og 29 farþegaskip. Ástæður fyrir fækkun skipakoma má rekja til kórónuveirufaraldursins. Þó skemmtiferðarskip kæmu ekki til hafnar á Húsavík komu 5 snekkjur til Húsavíkur og dvöldu þar í nokkra daga hver. Snekkjur eru ekki tíðir gestir við höfnina. Lausleg leit verkefnastjóra Gaums leiddi í ljós að líklega eru síðustu fréttir af snekkjum á Húsavík frá árinu 2004. 

Skoða má upplýsingar um skipakomur undir vísi 1.7 Samgöngur - samgöngur á sjó.