Fuglalíf

20.05.2020

Fuglalíf

Gögn úr vetrarfuglatalningu árið 2019 hafa nú verið birt undir vísi 2.6.

Vetrarfuglatalningar sem Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um hófast árið 1952 að amerískri fyrirmynd. Nú var því talið í 67. skipti og hefur verið talið í Þingeyjarsýslum frá upphafi. Talning vetrarfugla er ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi. Hún er að hluta til unnin í sjálfboðavinnu af fuglaáhugamönnum. Talningin fer fram í kringum áramót og er markmið hennar að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. 

 

Þau gögn sem birt eru undir vísi 2.6 eru úr talningu innan Miðsvæðis, strandalengjan frá Útkinn að Máfhöfða á Tjörnesi, ásamt völdum stöðum í Aðaladal, Reykjahverfi, Reykjadal og við Mývatn.