Hagur sveitarfélaga á vöktunarsvæði Gaums

20.01.2022

Hagur sveitarfélaga á vöktunarsvæði Gaums

Nýverið var vísir 3.4 um hag sveitarfélaga uppfærður. Gaumur fylgist með eignum á íbúa, skuldum á íbúa og skuldahlutfalli. 

Á vöktunartíma Gaums hafa eignir sveitarfélaganna aukist. Eignir Norðurþings á íbúa hafa aukist úr 2.535 þús. í 3.119 þús. , ÞIngeyjarsveitar úr 790 þús. í 981 þús., Skútustaðahrepps úr 1.220 þús. í 1.639 þús. og Tjörneshrepps úr 1.069 þús í 2.349 þús. Á milli áranna 2019 og 2020 jukust eignir á íbúa Í Tjörneshreppi og Norðurþing en drógust saman í Skústuaðahreppi og Þingeyjarsveit. 

Skuldir hafa sömuleiðis aukist á hvern íbúa á vöktunartímanum. Í Tjörneshreppi hafa skuldir aukist úr 24 þús á íbúa í 38 þús á íbúa, í Skútustaðahreppi úr 342 þús á íbúa í 885 þús á íbúa, í Þingeyjarsveit úr 466 þús. í 767 þús. á íbúa.  og í Norðurþingi úr 2.052 þús. í 2.387 þús. á íbúa. Skuldir á íbúa jukust í öllum sveitarfélögunum á milli áranna 2019 og 2020, minnst í Tjörneshreppi og mest í Skútustaðahreppi. 

Skuldahlutfall sveitarfélaganna, skuldir og skuldbindingar sem hlutfall af tekjum, hefur lækkað á vöktunartímanum í öllum sveitarfélögunum nema Skútustaðahreppi. Skuldahlutfall Norðurþings var árið 2011 245,3% en árið 2020 141% og hefur verið undir 150% viðmiðinu frá árinu 2018. Skuldahlutfall Þingeyjarsveitar var 57,4% árið 2011 en 53% árið 2020. Hæst var það 66,3% árið 2012. Skuldahlutfall Skútustaðahrepps var 43,7% árið 2011 en 68% árið 2020. Skuldahutfall Tjörneshrepps var 6.2% árið 2011 en 4% árið 2020. Hæst var það 25,3% árið 2014.