Hávaði frá starfsleyfisskyldri starfsemi

19.11.2021

Hávaði frá starfsleyfisskyldri starfsemi

Gaumur fylgist með mælingum á jafngildishljóðstigi sem gerðar eru með föstum mælum við Þeistareykjavirkjun. 

Eins og kemur fram í vísi 2.2 hafa mælingar farið fram með föstum mælum frá árinu 2014. Mælingar hafa þrisvar farið yfir viðmiðunarmörk fyrir iðnaðarsvæði sem eru 70dB. Það gerðist í febrúar 2017, maí 2018 og júlí árið 2020. 

Jafngildishljóðstig var flesta mánuði ársins í kringum 50 dB. Í ágúst, september og júlí var jafngildishljóðstig í kringum 60dB. Meðal þess sem hefur áhrif á mælingar jafngildishljóðstigs til hækkunar er hvort holur eru í blæstri. Á þeim tíma sem hljóðstig er stöðugt um 50dB eru holur öllu jöfnu ekki í blæstri. Eins getur veður, til að mynda vindur yfir 10 m/sek haft áhrif á jafngildishljóðstig til smávægilegrar hækkunar.