Hlutfall flugfarþega af heildarfarþegafjölda í innanlandsflugi heldur áfram að lækka

29.04.2020

Hlutfall flugfarþega af heildarfarþegafjölda í innanlandsflugi heldur áfram að lækka

Frá árinu 2012 hefur Flugfélagið Ernir haldið úti áætlunarflugi til Húsavíkur. Fyrsta heila starfsárið, árið 2013, voru farþegar 1,42% af heildarfarþegafjölda í innanlandsflugi. Árið 2016 fór hlutfallið í 2,72% en síðan þá hefur hlutfallið farið lækkandi og var á árinu 2019 1,78%.  Til samanburðar þá fór hlutfall Akureyrarflugvallar af heildarfarþegafjölda lækkandi frá árinu 2013 en hefur hækkað frá og með árinu 2017. Árið 2013 var hlutfall Akureyrarflugvallar 25,62% af heildarfarþegafjölda. Árið 2016 þegar hlutfallið var lægst var það 24,47% og hæst var það 2019 28.21%.  Hlutdeild Akureyrarflugvallar í heildarfarþegarfjölda innanlands hefur ekki verið jafn mikil frá því að vöktun hófst á vettvangi Gaums.

Þróunin á flugvöllunum á Þórshöfn og við Mývatn er með áþekkum hætti og á Húsavíkurflugvelli en þar hefur hlutfall farþegar í innanlandsflugi lækkað frá árinu 2011 þó sum árin hafi hlutdeildin í heildarfarþegafjöld verið hærri en var það ár. 

Nánar um hlutfall flugfarþegar á vöktunarsvæði Gaums og samanburðarsvæðum í vísi 1.7