Íbúum fjölgar á Miðsvæði

28.03.2022

Íbúum fjölgar á Miðsvæði

Nú hefur vísir 1.1 verið uppfærður ef frá eru taldar mælikvarðar sem snúa að flutningum og uppruna íbúa. 

Íbúum á Húsavík fjölgar á milli áranna 2021 og 2022 um 50 manns. Á Miðsvæðinu öllu fjölgar íbúum úr 3.909 í 3.956 eða um 47 manns. Fjölgun á sér stað í öllum sveitarfélögunum á Miðsvæði. Hlutfallslega er hún mest á Tjörnesi, 8,9%, því næst í Skútustaðahreppi um 2.5% og loks Þingeyjarsveit um 1,8%.

Ef hlutfallsleg breyting íbúafjölda á Miðsvæði er skoðuð og borin saman við Ísland allt, Vestursvæði, Austursvæði og Miðsvæði þá er hlutfallsleg fjölgun á landinu öllu 2,02%, 3,89% fjölgun á Vestursvæði, 0,18% fækkun á Austursvæði og 1.05% fjölgun á Miðsvæði. 

Mynd 1.1 d. undir vísi 1.1 sýnir samanburð vísitölu íbúa fyrir framangreind svæði, Ísland, Vestursvæði, Austursvæði og Miðsvæði. Vísitalan var sett 100 árið 2011 og hefur frá því árið hækkað í 118.15 fyrir Ísland, 112,6 fyrir Vestursvæði, 92.49 fyrir Austursvæði og 106.24 fyrir Miðsvæði.