Jafngildishljóðstig við Þeistareyki

20.09.2022

Jafngildishljóðstig við Þeistareyki

Á árinu 2021 var Þeistareykjavirkjun í fullum rekstri og stafsemin stöðug. Í starfsleyfi virkjunarinnar eru skilgreindar kröfur hvað varðar hljóðstig. En þar segir að takmarka skuli hávaða eins og kostur er og að hávaði við lóðamörk skuli uppfylla viðmiðunarmörk fyrir hávaða samkvæmt reglugerð nr. 724/2008 og vera að hámarki 70 dB. Undantekningar eiga við vegna framkvæmda, borunar eða blásturs borhola.

Jafngildishljóðstig við Þeistareyki er mælt með föstum mælum sem eru síritandi og skila niðurstöðu um mælingar á hljóðstigi óháð veðri. Veður getur haft umtalsverð áhrif á niðurstöður mælinga. Vindhraði hefur áhrif á hljóðstig og þar af leiðandi eru gögn um hljóðstig leiðrétt fyrir vindhraða yfir 5 m/s.

Niðurstöður mælinga ársins eru að jafngildishljóðstig var 61,0 dB. Leiðrétt fyrir vindhraða lækkar það í 59,3 dB. Jafngildishljóðstig var hæst yfir sumartímann í júní og júlí og fram á haust í september, en þessa mánuði voru holur í blæstri á svæðinu. Þegar virkjunin er í fulltri starfsemi, engar framkvæmdir í gangi og engar holur í blæstri mælist hljóðstig nokkuð stöðugt, á bilinu 45-55 dB.

Sjá nánar um mælingar á hljóðstigi á Þeistareykjum undir vísi 2.2