Kynjahlutföll í sveitastjórnum og nefndum

02.07.2020

Kynjahlutföll í sveitastjórnum og nefndum

Uppfærð hafa verið gögn um fjölda karla og kvenna í sveitarstjórnum og nefndum á vegum sveitarfélaganna á Miðsvæði. 

Kynjahlutföll í sveitarstjórnum á svæðinu breytast lítillega við það að konum fjölgar um eina og körlum fækkar um einn. Hlutfallið fer þá úr 42% hjá konum í 46% og lækkar samsvarandi hjá körlum úr 58% í 54%. Frá upphafi yfirstandandi kjörtímabils hefur körlum fækkað úr 19 í 14 og konum fjölgað úr 7 í 12. Það er því óhætt að segja að breytingar á kynjahlutfalli sveitarstjórna eru umtalsverðar frá upphafi kjörtímabilsins sem stendur til ársins 2022. Hlutfall karla hefur lækkað úr 73% í 54% og kvenna hækkað að sama skapi úr 27% í 46%. 

Að sama skapi hafa orðið breytingar á kynjahlutföllum í nefndum sveitarfélaganna. Þó ekki með samskonar sveiflum og í sveitastjórnunum sjálfum. Við upphaf kjörtímabilsins voru karlar 51,5% fulltrúa í nefndum sveitarfélaganna, en eru nú 51,4%.  Árið 2019 voru kynjahlutföllin jöfn. Frá því að kjörtímabilið hófst hefur nefndum fjölgað um tvær og þar með heildarfjölda nefndarmanna. Við upphaf tímabilsins voru nefndarmenn 66 en eru nú orðnir 72. 

Hægt að er skoða fjölda í sveitastjórnum og nefndum og þróun liðinna ára undir vísi 1.3.