Leiguverð hefur tvöfaldast á Húsavík á 10 árum

16.03.2022

Leiguverð hefur tvöfaldast á Húsavík á 10 árum

Gaumur fylgist með þróun leiguverðs á vöktunarsvæði sínu. Birt eru gögn um leiguverð á Húsavík, en ekki í minni þéttbýliskjörnum eða dreifbýli á svæðinu. Upplýsingar um leiguverð byggja á þinglýstum leigusamningnum og ekki eru nægilega margir þinglýstir leigusamningar á vöktunarsvæðinu utan Húsavíkur til að hægt sé að birta þau gögn sérstaklega.

Leiguverð hefur hækkað jafnt og þétt frá upphafi vöktunar Gaums. Á upphafsári vöktunar Gaums var meðal fermetraverð 765 kr. Ef horft er 10 ár aftur í tímann eða til ársins 2012 var leiguverð örlítið lægra eða 729 kr/m2. Tvisvar á tímabilinu hefur leiguverð lækkað, annars vegar milli áranna 2016 og 2017 og hins vegar á milli áranna 2018 og 2019. Á milli áranna 2020 og 2021 hækkaði fermetraverð um 4,5%, úr 1.453 kr. í 1.518 kr. Hækkunin á undanförnu 10 ára tímabili, frá 2012-2021 nemur 108%, eða rúmlega tvöföldun á fermetraverði.

Þróun leiguverðs má skoða undir vísi 3.6.