Losun gróðurhúsalofttegunda frá PCC BakkiSilicon

13.11.2020

Losun gróðurhúsalofttegunda frá PCC BakkiSilicon

Vísir 2.1 - Andrúmsloft var uppfærður nú fyrr í vikunni. Um er að ræða uppfærslu á upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda frá PCC BakkiSilicon. 

Losun gróðurhúsalofttegunda er gefin upp í koldíoxíðígildum. Hjá PCC BakkiSilicon helst losunin beint í hendur við hráefnanotkun fyrirtækisins og framleiðslumagn kísilmálms. Á árinu 2018 losaði verksmiðjan ígildi 50.402 t af koldíoxíði. Þessi lága tala skýrist af því að fyrstu mánuði ársins hafði framleiðsla ekki hafist verksmiðjunni. Ofn 1, Birta, var settur í gang þann 30. apríl og ofn 2, Bogi, var settur í gang 31. ágúst og markar það upphaf framleiðslu hjá fyrirtækinu. 

Árið 2019 er fyrsta heila starfsár verksmiðjunnar. Samkvæmt upplýsingum úr Grænu bókhaldi PCC BakkiSilicon var losun koldíoxíðígilda á árinu 2019 98.405 t. Losunin á rætur að rekja til bruna á jarðefniseyldsneyti; kolum, rafskautum, kalksteini og LPG (fljótandi gas). Þá losar verksmiðjan 84.140 t af kolefnisdíoxíði frá lífmassa (viðarkurl og viðarkol) sem notaður er við framleiðsluna. Sá hluti losunar frá verksmiðjunni er kolefnisjafnaður með því að aftur eru ræktaðir upp nytjaskógar í stað þess hráefnis sem verksmiðjan notar. Tæplega helmingur af losun koldíoxíðígilda frá PCC BakkiSilicon er því kolefnisjafnaður. 

Áætluð árleg losun koldíoxíðígilda frá PCC BakkiSilicon undir fullum afköstum verskmiðjunnar er 120.000 t af koldíoxíðígildum.