Losun gróðurhúsalofttegunda hjá PCC BakkiSilicon

22.12.2022

Losun gróðurhúsalofttegunda hjá PCC BakkiSilicon

Losun koldíoxíðsígilda frá PCC BakkiSilicon helst beint í hendur við hráefnanotkun fyrirtækisins og framleiðslumagn kísilmálms. 

Á árinu 2018 losaði verksmiðjan ígildi 50.402 t af koldíoxíði. Þessi lága tala útskýrist af því að fyrstu mánuði ársins hafði framleiðsla ekki hafist en ofn 1, Birta, var settur í gang 30. apríl og ofn 2, Bogi, var settur í gang 31. ágúst. Árið 2019 er fyrsta heila starfsár verksmiðjunnar og nam losunin þá 98.405 tonnum. Árið 2020 var gripið til framleiðslustöðvunar vegna yfirstandandi heimsfaraldurs COVID-19 sem hafði umtalsverð áhrif á markaði fyrir afurðir fyrirtækisins. Framleiðsla hófst á ný á árinu 2021 og losaði fyrirtækið þá ígildi 97.338 tonna af koldíoxíð.

Gögn um losun gróðurhúsalofttegunda eru birt undir vísi 2.1