Lýðheilsuvísar Norðurlands

13.06.2022

Lýðheilsuvísar Norðurlands

Landlæknisembættið hefur birt lýðheilsuvísa 2022. Er það í sjöunda sinn sem lýðheilsuvísarnir eru gefnir út. Lýðheilsuvísarnir eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og eru settir fram til að veita yfirsýn og auðvelda heilbrigðisþjónustu o gsveitarfélögum að greina stðuna í eigin umdæmi þannig að vinna megi með markvissari hætti að bættri heilsu og líðan íbúa.

Á vettvangi Gaums birtum við upplýsingar um þá vísa sem Norðurland í heild sinni víkur marktækt frá landsmeðaltali. Þá er ekki um tæmandi upptalningu að ræða heldur dregnir fram 5-8 áhugaverðir vísar. 

Að þessu sinni eru eftirfarandi vísar birtir: 

  • Kvíðaeinkenni barna í 7. bekk undir landsmeðaltali
  • Gosdrykkja fullorðinna undir landsmeðaltali
  • Ölvunardrykkja framhaldskólanem undir landsmeðaltali
  • Hlutfall framhaldsskólanema sem aldrei hefur notað ólögleg vímuefni yfir landsmeðaltali
  • Fleiri fullorðnir meta líkamlega heilsu sæmilega eða lélega
  • Þunglyndislyfjanotkun meiri 
  • Sýklalyfjaávísanir <5 ára undir landsmeðaltali 
  • Fleiri leggjast inn á sjúkrahús vegna langvinnrar lungnateppu.

Athygli vekur að sjöunda árið í röð eru sýklalyfjarávísanir barna undir 5 ára aldri undir landsmeðaltali. 

Hægt er að skoða uppfærslu vísisin hér og lýðheilsuvísa árins 2022 hér.