Mannfjöldaþróun, samanburður áranna 2015 og 2020

15.09.2020

Mannfjöldaþróun, samanburður áranna 2015 og 2020

Fyrstu vikur september höfum við verið að vinna að nýjum mannfjöldapýramídum fyrir vöktunarsvæði Gaums og samanburðarsvæðin. Að þessu sinni eru unnir pýramídar fyrir árið 2020 og þeir bornir saman við árið 2015. Sjá nánari í vísi 1.1. 

Það er einkennandi fyrir bæði Miðsvæði og Austursvæði að árin 2015 og 2020 eru karlar fleiri en konur. Munurinn er mestur á Austurvæðinu árið 2020 þar sem 54% íbúa eru karlar en 46% íbúa eru konur, en var 53% karlar og 47% konur árið 2015. Breytingin frá árinu 2015 til ársins 2020 er þó öllu meiri á Miðsvæðinu þar sem kynjahlutföllin voru því sem næst jöfn árið 2015, karlar 50,3% og konur 49,7% miðað við að 1. janúar 2020 voru kynjahlutföllin 53% karlar og 47% konur. Sé þetta borið saman við Vestursvæðið og landið allt kemur í ljós að þróunin er í sömu átt þar en þó hægari. Á Vestusvæðinu voru karlar 49,8% og konur 50,2% árið 2015 og á landinu öllu voru karlar 50,2% og konur 49,8%. Kynjahlutföllin voru því sem næst jöfn líkt og á Miðsvæðinu sama ár. Árið 2020 eru kynjahlutföllin áfram því sem næst jöfn á Vestursvæðinu en nú eru karlar þar aðeins fleiri en konur, 50,1% karlar og 49,9% eru konur. Árið 2020 er eru karlar 51,3% og konur 48,7% á landinu öllu en voru 50,2% karlar og 49,8% konur.

Ef fjölmennustu aldurshóparnir eru skoðaðir þá eru íbúar á aldrinum 15-24 ára og 45-59 ára fjölmennastir á Miðsvæðinu árið 2015. Sömu aldurshópar eru stærstir á Austursvæðinu það sama ár. Á Vestursvæðinu eru það aftur á móti 10-24 ára sem eru fjölmennustu aldurshóparnir og 20-34 ára á landinu öllu. Árið 2020 er aldurshópurinn 25-29 ára lang fjölmennastur á Miðsvæðinu. Aðrir stórir hópar eru 30-34 ára og 50-64 ára. Í þremur yngstu aldurshópurunum, 0-4 ára, 5-9 ára og 10-14 ára er fjölgun á íbúum frá árinu 2015. Árið 2020 eru það 20-29 ára og 50-64 ára hóparir sem eru fjölmennastir á Austursvæðinu. Á Vestursvæðinu eru 15-29 ára langa fjölmennustu aldurshóparnir árið 2020 og yngstu árgöngunum er aðeins fækkun m.v. árið 2015. Á landsvísu eru 25-39 ára fjölmennustu aldurshóparnir. Fyrir fimm árum var það aldurshópurinn sem var á bilinu 20-34 ára. Þá taldi sá fjöldi íbúa á landinu öllu 71.642 einstaklinga en í dag eru þeir 84028. Í þessum hópi er áberandi kynjamunur en karlar eru 45.136 á meðan konur eru 38.892.

Ef horft er sérstaklega á aldurshópinn 0-4 ára þá fækkar í honum á öllum svæðum nema Miðsvæði á milli áranna 2015 og 2020. Fækkun í þessum hópi gefur til kynna lækkandi fæðingartíðni. Ef horft er til lögunar pýramídanna og samanburðuar á 0-4 ára aldurshópnum við 75-79 ára aldurshópinn fást vísbendingar um skort á vinnuafli í framtíðinni og almenna fækkun íbúa. Í öllum tilfellum nema á Miðsvæði dregst saman með hópunum tveimur og gefur þar með til kynna að þróunin geti verið í þá átt að í framtíðinni verði skortur á vinnuafli og íbúum fækki almennt á svæðunum þrátt fyrir að í raun hafi íbúum fjölgað á framangreindum svæðum á tímabilinu 2015-2020, að Austursvæðinu undanskildu.

Tafla 1. Mismunur og hlutfall fjölda íbúa í hópunum 0-4 ára og 75-79 ára á árunum 2020 og 2015.

 

Ísland

Vestursvæði

Miðsvæði

Austursvæði

2020 – 0-4 ára

21362

1193

205

51

2020 – 75-79 ára

9273

572

115

45

Mismunur

12089

621

90

6

Hlutfall (Eldri af yngri)

43%

48%

56%

88%

2015 – 0-4 ára

22679

1387

193

70

2015 – 75-79 ára

7624

463

116

29

Mismunur

15055

924

77

41

Hlutfall (Eldri af yngri)

34%

33%

60%

41%

 

*Til skýringar þá eru vöktunarsvæði Gaums svæðið frá Þingeyjarsveit, Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur og Norðurþing vestan við Tjörnes þ.e. Húsavík og Reykjahverfi. Austursvæði er Norðurþing austan Tjörness, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð. Vestursvæði er Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, og Grýtubakkahreppur. Sjá kort af svæðunum hér.