Mikil fjölgun skipakoma til Húsavíkur

15.11.2018

Mikil fjölgun skipakoma til Húsavíkur

Frá árinu 2011 til ársins 2017 fjölgaði komum flutningaskipa úr 3 í 72. Alls voru skipin sem komi 19 talsins. Fjölgunina má meðal annars rekja til starfsemi PCC Bakki Silicon og þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað hjá fyrirtækinu.

Komum farþegaskipa til Húsavíkur hefur sömuleiðis fjölgað umtalsvert. Á árinu 2011 voru þrjár viðkomur farþegaskipa á Húsavík en á síðasta ári voru viðkomurnar 33. Alls var um 15 skip að ræða þar sem eitt hafði 10 viðkomur en það sem kom sjaldnast hafði eina viðkomu í höfninni. Til gamans má geta þess að heildarfjöldi farþega sem hafði viðkomu með skemmtiferðaskipum í Húsavíkurhöfn er 6.971 og fjöldi í áhöfn var 4.013.

Hægt er að skoða þróun skipakoma í Húsavíkurhöfn í vísi 1.7 undir "Samgöngur á sjó".