Niðurstöður úr mælingum vegna eftirlits með fráveitum

31.08.2021

Niðurstöður úr mælingum vegna eftirlits með fráveitum

Nú hafa verið birt gögn úr nýjum mælingum sem tilheyra eftirlit með fráveitum. Að þessu sinni voru tekin tvö sýni, annars vegar úr ósi Búðarár og hins vegar úr sjónum sunnan við uppfyllinguna við Suðurgarð. 

Síðustu mælingar á þessum stað voru teknar árið 2014. Þá reyndist vera mikil saurmengun á svæðinu og sýnin féllu í umhverfisflokk IV - mikil saurmengun, þ.e. á bilinu 200-1000 saurgerlar í 100 ml vatns. 

Myndin hér að neðan sýnir hvar sýni voru tekin árið 2014. Mælingar sem gerðar voru nú í ágúst sýna að sýni sem tekin eru á sama stað og sýni 11 og 12 á myndinni innihalda aðeins 33 saurgerla í 100 ml vatns og falla í umhverfisflokk II - lítil saurmengun. 

Sjá nánar í vísi 2.7.