Ný gögn um farþega í flugi

11.09.2019

Ný gögn um farþega í flugi

Upplýsingar um farþega í flugi hafa nú verið uppfærðar fyrir árið 2018. Hlutdeild flugvalla á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins í heildarfarþegafjölda eykst á milli áranna 2017 og 2018. Farþegum í flugi fækkar á öllum flugvöllum landsins skv. því sem kemur fram í skýrslu Isavia um flug nema á flugvellinum á Hornafirði. Hlutdeild Akureyrarflugvallar í heildarfarþegafjölda eykst á milli áranna 2017 og 2018, fer úr 26,7% í 27,4%. Hlutdeild annarra flugvalla á vöktunarsvæðinu lækkar. Lækkunin er mest á Húsavíkurflugvelli eða 2,3% í 1,9%. 

Hér má sjá nánari upplýsingar um farþegaflug.