Ný uppfærsla á gögnum um neysluvatn

21.12.2022

Ný uppfærsla á gögnum um neysluvatn

Heilbrigðisseftirlitið á Norðurlandi eystra framkvæmir árlega mælingar á neysluvatni á Húsavík, Laugum og í Reykjahlíð. Niðurstöður mælinganna eru birtar á vettvangi Gaums undir vísi 2.4

Fylgst er með gerlum í vatninu, það er heildar gerlafjölda, kólígerum og e. kólígerlum. Þá er einnig fylgst með leiðni og sýrustigi í vatninu. Viðmið um gerlafjölda eru 100/ml fyrir heildarfjölda gerla, 0/100 ml fyrir kólígerla og 0/100 ml fyrir e. kólígerla miðað við 22°C heitt vatn. 

Ef niðurstöður greining vegna á sýnum Heilbrigðiseftirlitsins í þessu tilfelli fara yfir hámarksgildi skal heilbrigðisnefnd rannsaka þau tilviki til að greina orsök þeirra og meta hættu fyrir heilsu manna. Gerlar, kóligerlar og e. kóligerlar eru flokkaðir í C flokk. Greinist framangreindir gerlar yfir viðmiðunarmörkum skal þá heilbrigðisnefnd í samráði við Hollustuvernd ríkisins meta hvort heilsu manna er hætta búin skv. því sem kveðið er á um í 14. gr. reglugerðar um neysluvatn. Heilbrigðisnefnd ber að grípa til aðgerða til að endurheimta vatnsgæðin ásamt því að tilkynna neytendum um aðgerðir nema frávik séu óveruleg. Aðgerðir geta t.a.m. falið í sér að neytendur verði að sjóða neysluvatn á meðan gæði neysluvatns eru endurheimt. 

Einnig er fylgst með leiðni vatnsins og sýrustigi. Leiðni má ekki fara yfir 2500 μS cm-1 við 20°C. Vatnið má ekki vera tærandi og sýrustig þarf að vera á milli 6,5 og 9,5 pH. 

Mælingar á gerlafjölda eru eins og fyrri ár undir viðmiðunarmörkum, hvort sem er heildargerlafjöldi, kólígerlar eða saurgerlar. Þá mælist leiðni sömuleiðis undir viðmiðum. Sýrustig er á bilinu 7,3 og upp í 8,33 og því einnig innan viðmunarmarka.