Ný uppfærsla á gögnum um vatnsgæði grunnvatns

30.09.2021

Ný uppfærsla á gögnum um vatnsgæði grunnvatns

Gögn varðandi vatnsgæði grunnvatns hafa nú verið uppfærð fyrir árið 2020 undir vísi 2.4.

Fylgst er með hitastigi, leiðni, styrk króms, arsens og kísildíoxíðs á vettvangi Gaums. Mælingar á grunnvatni í lindum við Mývatn, í Kelduhverfi og á Þeistareykjum fara fram árlega í þeim tilgangi að meta áhrif frá affallsvatni frá jarðhitavirkjun á grunnvatnið. Mælingar sem framkvæmdar voru á árinu 2020 sýna engar meiriháttar breytingar frá fyrri árum. Sýnataka fer öllu jöfn fram í ágúst og september en þar sem vinnslustopp var í Kröflu fór sýnataka fram í október af affallsvatni virkjunarinnar. 

Umhverfismörk fyrir styrk málma í yfirborðsvatni til verndar lífríki hafa verið sett fram í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Umhverfismörkin eru birt undir vísinum og í myndum sem þar er að finna. Styrkur arsens hefur á öllum sýnatökustöðum verið undir umverfismörkum I fyrir styrk arsens og því lítil eða engin hætta á neikvæðum áhrifum arsens á grunnvatn. Styrkur króms er í sumum tilfellum yfir umhverfismörkum I en undir umhverfismörkum II fyrir styrk króms í grunnvatni sem þýðir að lítil hætta sé á neikvæðum umhverfisáhrifum vegna króms.