Óbreyttur fjöldi starfa við löggæslu á vöktunarsvæði Gaums

08.03.2021

Óbreyttur fjöldi starfa við löggæslu á vöktunarsvæði Gaums

Fjöldi starfa við löggæslu á vöktunarsvæði Gaums er óbreyttur á milli áranna 2020 og 2021 og hefur verið sá sami frá árinu 2019. Það sama á við um fjölda starfa við löggæslu á Þórshöfn, þar hafa engar breytingar orðið undanfarin ár eftir að stöfum við löggæslu fækkaði úr 2 í 1 árið 2018. Á Vestursvæðinu hefur störfum við löggæslu fjölgað um 12 frá árinu 2016 til ársins 2021 eða að meðaltali um 2 á ári. Á milli áranna 2020 og 2021 fjölgaði störfum við löggæslu um fimm á Akureyri. Megin skýringin er sú að fangelsið á Akureyri var lagt niður. Fangelsisstofnun og Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra höfðu verið undir sama þaki á Akureyri og haft ákveðinn hag af sambýlinu. Þegar fangelsið var lagt niður þurfti að fjölga stöfum við embætti á Akureyri. Bætt var við fjórum störfum við löggæslu og einu að auki við þjálfun lögreglumanna. 

Ef horft er á þróun starfanna út frá þróun íbúafjölda kemur í ljós að bæði á Akureyri og á Húsavík eru nú færri íbúar á hvern starfsmann lögreglunnar en voru árið 2016. Við upphaf árs 2016 voru 719 íbúar pr. starfsmann á Akureyri, 702 íbúar pr. starfsmann á Húsavík og 302 íbúar pr. starfsmann á Þórshöfn. Við upphaf árs 2021 eru íbúar 529 pr. starfsmann á Akureyri, 490 pr. starfsmann á Húsavík og 599 pr. starfsmann á Þórshöfn. Á Þórshöfn er þróunin öfug þar sem störfum hefur fækkað um eitt á tímabilinu, úr tveimur í eitt. 

Undir vísi 1.4 Öryggi íbúa má sjá þróun fjölda starfa með myndrænum hætti.