Örorkulífeyrisþegum fækkar hlutfallslega á vöktunarsvæði Gaums

06.11.2019

Örorkulífeyrisþegum fækkar hlutfallslega á vöktunarsvæði Gaums

Nýjustu gögn um fjölda og hlutfall örorkulífeyrisþega benda til þess að hlutfallslega sé öryrkjum að fækka á vöktunarsvæði Gaums. Við upphaf vöktunartímans árið 2011 voru örorkulífeyrisþegar um 6.83% af mannfjölda á aldrinum 18-66 ára en við upphaf árs voru örorkulífeyrisþegar um 5,79%. Séu þessar tölur bornar saman við landið í heild sinni voru örorkulífeyrisþegar 7,42% mannfjölda á aldrinum 18-66 ára við upphaf vöktunartíma en 8,02% í byrjun árs 2018. Hlutfall örorkulífeyrisþega á vöktunarsvæði Gaums er því nokkuð lægra en á landsvísu. 

Það vekur athygli að kynjahlutföll örorkulífeyrisþega færast aðeins nær hvert öðru. Árið 2011 voru karlar 39,76% örorkulífeyrisþega á vöktunarsvæði Gaums og konur 60,24%. Við upphaf árs 2018 voru karlar 41,28% örorkuífeyrisþega en konur 58,72%. 

Þá er þróun aldursdreifingar áhugavðer að því leyti að í hlutfallslega fjölegar í elstu og yngstu aldurshópunum á meðan fækkar í miðju hópnum. Árið 2011 voru 18-34 ára gamlir 10,91% af örorkulífeyrisþegum en 2018 eru þeir orðnir 13,07%. Á sama tíma eru 46,06% á aldrinum 55-66 ára og 51,14% árið 2018. Í 35-54 ára aldurshópnum eru 43,03% örorkulífeyrisþega en fækkar í 35,8% árið 2018. 

Í vísi 1.5 má skoða framangreindar upplýsingar á gröfum.