Örorkulífeyrisþegum fjölgar í hópi 55-66 ára

22.04.2020

Örorkulífeyrisþegum fjölgar í hópi 55-66 ára

Ný gögn um hlutfall, kynjahlutfall og aldursdreifingu örorkulífeyrisþega á Miðsvæði hafa verið birt undir vísi 1.5.

Þegar hlutfall örorkulífeyrisþega er borið saman við þróunin á landsvísu kemur í ljós að á milli áranna 2011 og 2016 hélst hlutfallið nokkuð líkt á Miðsvæði og því sem átti við um landið allt. Frá árinu 2017 hafa öryrkjar verið hlutfallslega færri á Miðsvæði en á Íslandsi öllu. Á árinu 2019 voru öryrkjar á miðsvæði 6,29% íbúa á aldrinum 18-66 ára en 7,81% á landinu öllu. 

Á vöktunartímanum hafa konur alltaf verið í meirihluta í hópi örorkulífeyrisþega á vöktunarsvæðinu. Hæst var hlutfallið rúm 63% árið 2016 en lægst árið 2019 rúm 58%. Karlar að sama skapi hafa verið um 36,7% árið 2016 og upp í  tæp 42% árið 2019. 

Ef samsetning örorkulífeyrisþega er skoðuð eftir aldri kemur í ljós að í aldurshópnum 18-44 ára hefur orðið fækkun og sömuleiðis í hópi þeirra sem eru 45-54 ára. Hæst var hlutfallið 26,82% hjá 18-44 ára árið 2015 en lægst árið 2019, 22,36%. Árið 2011 var hlutfall 45-54 ára 31,14%e en 22,36 árið 2019. Í hópi þeirra sem eru í aldurshópnum 55-66 ára er þróunin á hinn veginn þar sem hlutfall þeirra sem tilheyra þeim hópi hefur hækkað úr 43,11% árið 2011 í 55,28% árið 2019.