Störfum við löggæslu fjölgar

01.03.2023

Störfum við löggæslu fjölgar

Gaumur fylgist með fjölda starfa við löggæslu í vísi 1.4. Fylgst er með þróun fjölda starfa á starfstöðvum Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem falla innan vöktunarsvæðis Gaums og samanburðarsvæðanna austan og vestan við það, þ.e. á Akureyri, Húsavík og Þórshöfn. 

Árið 2016 voru 28 störf á Akureyri, 6 á Húsavík og 2 á Þórshöfn.  Störfum hefur fjölgað jafnt og þétt á tímabilinu sem vöktunin nær til. Mestu munar um fjölgun á milli áranna 2020 og 2021 og 2021 og 2022 en á þessu tímabili fjölgar störfum við löggæslu um 12 á svæðinu, þar af eitt á Húsavík. Alls eru nú 47 störf á Akureyri, 11 störf á Húsavík og 2 á Þórshöfn. Á milli áranna 2022 og 2023 heldur störfum við löggæslu áfram að fjölga og eru nú þremur fleiri en árið á undan, og dreifist það á starfstöðvarnar þrjár á Akureyri, Húsavík og Þórshöfn. Undanfarin fimm ár hefur einungis verið eitt starf við löggæslu á Þórshöfn.